“Sköpun
       er greindin
          að leika sér,,

“Sköpun
       er greindin
          að leika sér,,

UM HÁS

Albert Einstein sagði svo eftirminnilega: “Creativity is intelligence having fun” eða eins og það útlegst á okkar ilhýra “Sköpun er greindin að leika sér” og við getum ekki verið annað en hjartanlega sammála enda vissi Albert gamli sínu viti:-)  Hugmyndin með HÁS kviknaði þegar við sátum stöllur á kaffihúsi og létum okkur dreyma um stað þar sem við gætum sameinað allt það sem stendur hjarta okkar næst þ.e.a.s. að skapa, hlægja, syngja, kynnast fólki, fá innblástur, gera mistök í vernduðu umhverfi, fá hugmyndir og bara hafa almennt gaman í lífinu.

HÁS nafnið varð svo til af þeirri ástæðu einni að við heitum Hera, Ásta og Sunna…HÁS:-)

Hera Björk

Hera Björk hefur sungið, leikið og skemmt fólki um árabil hér á landi og víðs vegar um heiminn. Í dag starfar hún sem Fasteignasali hjá Fasteignasölu Reykjavíkur auk þess að reka Söngskólann “SÖNGSTEYPAN” og HÁS og kenna CVT um landið og víðar. Hera hefur óbilandi ástríðu fyrir öllu tónlistarstarfi og finnst fátt skemmtilegra en að hjálpa öðrum að vaxa og dafna í sinni list þannig að það tók ekki langan tíma að telja Heru trú um að HÁS væri verkefni sem hún yrði að setja í fullt af athygli og orku. Hera Björk býr í Reykjavík ásamt eiginmanni sínum, tveim börnum og íslenska fjárhundinum Fróða.

Ásta

Ásta er viðskiptafræðingur að mennt og starfar sem Innkaupastjóri og Sölustjóri umbúða hjá Kjarnavörum hf. auk þess að reka HÁS Sköpunarsetur með þeim stöllum. Auk þess er hún ástríðufull söngkona, texta- & lagasmiður og hefur sungið allt frá því hún var lítið barn. Á seinni árum hefur hún tekið þátt í hinum ýmsu tónlistaverkefnum hérlendis og má þar nefna Ísland Got Talent. Hún býr í Mosfellsbæ ásamt þremur hundum, tveimur dætrum og einum eiginmanni.

Sunna

Sunna er Þjónustustjóri hjá Garðabæ. Hún er með MBA gráðu frá Miami, er Akureyringur og lærður píanóleikari. Eftir útskrift frá Menntaskóla Akureyrar lá leiðin til Reykjavíkur þar sem Sunna hóf nám í Stjórnmálafræði og síðar hélt hún eins og áður segir til Bandaríkjana í MBA nám. Hún hefur semsagt búið “hist og her” um heiminn og er því veraldarvön svo ekki sé meira sagt. Sunna syngur af mikilli gleði með kórnum VOCAL PROJECT og er innilegur áhugamaður um allt söng- & tónlistartengt. Sunna býr í Garðabæ með dætrum sínum tveim og hundinum Samma.