RÝMIN

HÚSNÆÐIÐ

HÁS er fallegt og gott rými sem hentar einkar vel fyrir allskyns viðburði, veislur og fundi. Hægt er að leigja allt húsnæðið fyrir slík tilefni. HÁS skiptist niður í nokkur svæði og auðveldar það viðkomandi að taka á móti vinum / viðskiptavinum og sinna vel. Tvær góðar setustofur eru í rýminu auk salar þar sem hægt er að sníða notkunarmöguleika að þörfum hvers og eins. Heyrðu í okkur ef þú ert með pælingar og við sjáum hvort við getum sniðið HÁS að þínum þörfum.

Leigu verðskrá
Samkomulag

Fyrir veislur og helgarleigu vinsamlega hafið samband og við finnum góðan flöt fyrir þitt tilefni.

SALURINN

Salurinn er bjartur og fagur og hentar einkar vel undir fyrirlestra, námskeið, fundi, æfingar og í raun hvað sem þér dettur í hug. Píanó, sjónvarp m/HDML snúru, skjávarpi og tússtafla eru til staðar. Hægt er að leigja aukalega hljóðkerfi fyrir sanngjarnt verð sé þess óskað.
Salurinn rúmar vel 15-40 manns sitjandi við borð eða í fyrirlestaruppstillingu. Endilega heyrðu í okkur ef þú ert með pælingar og við sjáum hvort við getum sniðið HÁS að þínum þörfum.

Leigu verðskrá
Samkomulag

KLEFARNIR

Á HÁS eru tveir hljóðeinangraðir klefar frá spænska framleiðandanum DEMVOX. Klefarnir eru hver um sig 4 fm að stærð og eru með loftræsikerfi sem sér til þess að maður getur verið inni lengur en ella. Þeir eru upplagðir fyrir hverskonar æfingar og/eða upptökur. Auðvelt er að tengja klefana við uppptökustjóra og því upplagt að leigja undir söng upptökur og lestur. Innan skamms verður hægt að leigja hljóðupptökustúdíó samhliða klefunum. Heyrðu í okkur ef þú ert með pælingar og við sjáum hvort við getum sniðið HÁS að þínum þörfum.

Leigu verðskrá
Samkomulag