HÁS SKÖPUNARSETUR

HÚSNÆÐIÐ

HÁS er fallegt rými og hentar einkar vel fyrir allskyns námskeiðshald, viðburði, veislur og/eða fundi.  Hægt er að leigja allt húsnæðið eða hluta þess allt frá 1 klst upp í nokkra daga.

Salurinn

Salurinn hentar einkar vel undir fyrirlestra, námskeið, fundi, æfingar og í raun hvað sem þér dettur í hug.  Salurinn rúmar vel 15-40 manns sitjandi við borð eða í fyrirlestaruppstillingu.

Klefarnir

Erum með tvo hljóðeinangraða klefa sem eru upplagðir fyrir hverskonar æfingar og/eða upptökur.  Auðvelt er að tengja klefana við uppptökustjóra og því upplagt að leigja undir söng upptökur og lestur.

verðskrá

 Vinsamlega hafið samband og við finnum flöt í sameiningu.

Hvað er HÁS Sköpunarsetur?

“Sköpun er greindin að leika sér” – Albert Einstein. Í HÁS viljum við tengja saman aðila innan skapandi greina, hvetja til námskeiðahalds og fyrirlestra undir sama þaki til að auðvelda aðgengi og upplýsingaflæði til allar sem hafa áhuga á slíku. Með HÁS viljum við leggja okkar af mörkum til að styðja við skapandi fólk sem mótar menningarauð framtíðarinnar og hvetja það til dáða og efla. Í HÁS er hægt að hittast og vinna eða æfa í einrúmi, móta samstarf við aðra að tónsköpun, skrifum, sjálfseflingu, markþjálfun og öllu því sem fær okkur til að styrkjast, vaxa og dafna.

Fylgstu með okkur

við erum á facebook

Deildu okkur