“Sköpun er greindin að leika sér” – Albert Einstein. Í HÁS viljum við tengja saman aðila innan skapandi greina, hvetja til námskeiðahalds og fyrirlestra undir sama þaki til að auðvelda aðgengi og upplýsingaflæði til allar sem hafa áhuga á slíku. Með HÁS viljum við leggja okkar af mörkum til að styðja við skapandi fólk sem mótar menningarauð framtíðarinnar og hvetja það til dáða og efla. Í HÁS er hægt að hittast og vinna eða æfa í einrúmi, móta samstarf við aðra að tónsköpun, skrifum, sjálfseflingu, markþjálfun og öllu því sem fær okkur til að styrkjast, vaxa og dafna.